Verið velkomin á heimasíðu okkar!
Hl. Þorlákssókn í Reyðarfirði var stofnuð hinn 28. júlí 2007 sem hluti af Péturssókn á Akureyri en einnig hluti af Maríusókn í Breiðholti. Það var hátíðisdagur þegar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, Mgr. Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup, vígði hl. Þorlákskapellu á Reyðarfirði og setti br. Davíð Tencer í starf fyrsta sóknarprests sóknarinnar. Br. Davíð er munkur af reglu Kapúsína en á sama tíma blessaði yfirmaður Kapúsínareglunnar í Slóvakíu, br. Fidel Marko Pagac, hús reglunnar sem verður klaustur bræðranna á Kollaleiru á Reyðarfirði.
Til að byrja með voru bræðurnir þrír á Reyðarfirði: br. Krispin Vladimir Nociar, sem var yfirmaður, br. Peter Kovacik og br. Davíð sem var sóknarprestur. Eftir tveggja ára dvöl á Íslandi fór br. Krispin aftur til Slóvakíu árið 2009 og br. Peter Kováčik tók við embætti hans. Nýr munkur, br. Peter Svorad Fintor, kom svo til landsins sama ár.
Bræðurnir hófu strax mikið starf með sóknarbörnum og árið 2009 var kapella Corpus Christi blessuð á Egilsstöðum af Mgr. Pétri Bürcher, nýja Reykjavíkurbiskupi en hann blessaði einnig hinn 8. september 2012 nýja kapellu á Höfn í Hornafirði. Á Djúpavogi var kapella til notkunar tímabundið í bílskúr og var messa einu sinni á mánuði. Núna er messað á Tryggvabúð. Á öðrum stöðum á Austfjörðum er messa lesin í lúterskum kirkjum eftir hentugleika.
31. október árið 2015 var David Tencer vígður til Reykjavíkursbiskups.
27. febrúar 2016 kom til landsins br. Martin Turošák.
17. júní 2017 var vígð nýja kirkja hl. Þorláks
5. september 2017 var sóknin bætt við Raufarhöfn og Þórshöfn.
28. september 2018 kom til landsins Tadeáš Rarko til að vera með okkur til Pálmasunnudags 2019
4. nóvember 2018 höldum hátíðlega 50. ára afmælis biskupsdæmisinns
20.- 28. nóvember 2018 kom helgriskrín með hl. Teresu frá Lisieux- af Jesúbarninu til landsnins, stoppuðu nokkra daga líka í okkar sókninni.
18.7. 2019 víðgi biskup David klausturkapellu Síðasta kvöldmatíðarins.
28.7. héldum 90 ára afmæli dómkirkju Krists kónungs
10.9. 2019 kom bróðir Vladimír Polák til Íslands til að leysa af Pétri
Kovácik, og hann fór úr landi 23.9. að skyptidvöl til Hriňová í Slóvakíu.
18.9. 2020 kom bróðir Pétur Kovácik til baka til Íslands, og Vladimír Polák fór sama dag úr landi að klaustri Hriňová í Slóvakíu. Þökkum fyrir þjónutu hanns.